Um okkur
Maul varð til þegar bræðurnir Egill og Hrafnkell ákváðu að hádegismaturinn í vinnunni mætti vera betri - og mikið betur skipulagður.
Annar hafði auga fyrir mat og stemningu, hinn fyrir kerfi og flæði. Saman bjuggu þeir til lausn sem færir mat frá veitingastöðum borgarinnar inn á vinnustaði.
Það sem byrjaði sem lítið verkefni varð að þjónustu sem tengir samstarfsfólk og skapar góða stemningu á miðjum vinnudegi.
Hrafnkell & Egill, stofnendur Maul
Við gerum hádegið að besta hluta vinnudagsins.
Við vinnum náið með kokkum, bílstjórum og fyrirtækjum um alla borg til að tryggja að hver máltíð skili sér heit, fersk og á réttum tíma.
Því við trúum því að góður matur geti lyft deginum, skapað tengingar og gert vinnustaðinn líflegri.
Maul er hér til að gera hádegismat á vinnustöðum eins þægilegan og bragðgóðan og mögulegt er.
Maul á vinnustaðinn þinn?
Ef vinnustaðurinn vill prófa Maul getið þið einfaldlega skráð ykkur hér.
Viljið þið heyra meira um Maul? Hafið þá endilega samband við okkur hér að neðan.
Ykkur er einnig velkomið að heyra í okkur í síma 519-2939 eða senda okkur tölvupóst á maul@maul.is
Hlökkum til að heyra frá ykkur!


