Nýjung fyrir stærri vinnustaði
Jul 9, 2020
Maul hefur nýverið byrjað að bjóða upp á þjónustu fyrir stærri vinnustaði. Hún felst í því að samstarfsaðilar okkar taka að sér eldamennsku fyrir vinnustaðinn heila viku í senn.
Í hverri viku tekur nýr meistarakokkur við eldhúsinu og matreiðir aðalrétt og grænmetisrétt fyrir mannskapinn. Fyrir utan það mæta bílstjórar okkar með rétti frá öðrum veitingahúsum fyrir þá sem það vilja.
Með þessu móti getum við boðið upp á hágæðamat fyrir stóra vinnustaði og jafnframt viðhaldið fjölbreytileika og boðið upp á hádegismat sem fólk velur sér sjálft og getur verið ánægt með.
Þjónustan er í boði fyrir vinnustaði sem eru með móttökueldhús og við miðum við að pantað sé daglega fyrir hundrað manns eða fleiri. Við sérsníðum tilboð að hverjum vinnustað fyrir sig.
Veitingaþjónustur sem sinna mötueytum viku í senn verða einhverjar eða allar eftirtalinna.
Ostabúðin
Krydd
Matarkompaníið
Spíran
Nomy
Auk þess verður matur frá öðrum veitingastöðum okkar í boði daglega.