Maika'i nú fáanlegt í Maulinu
Dec 8, 2023
Svokallaðar Açaí skálar hafa notið mikilla vinsælda síðastliðin ár og nú geta Maularar pantað slíkar skálar frá staðnum Maika'i.
Árið 2017 byrjuðu myndir af Açaí skálum að vera áberandi á samfélagsmiðlum. Þau Ágúst Freyr Hallsson og Elísabet Metta Ásgeirsdóttur sáu sér leik á borði og stofnuðu Maika'i, en Elísabet Metta hafði smakkað slíkar skálar í ferð sinni til Balí.
Fyrst um sinn var staðurinn rekin inn á veitingastaðnum Sætum snúðum í Mathöll Höfða en þau opnuðu svo Maika'i við Hafnartorg. Staðurinn naut strax mikilla vinsælda.
Açaí hjá Maika'i er gert úr sambazon acai-berjum frá Brasilíu. Þau vaxa á tilteknum stað við Amazon fljótið. Maika'i notar alvöru ber sem þau blanda við vatn og smá af lífrænu sýrópi til að ná fram rétta bragðinu.
Smoothie-skálarnar eru svo toppaðar með ýmist granóla, ávöxtum, berjum, súkkulaði og kasjúhnetusmjöri.
Skálarnar eru fullkomnar fyrir þá sem vilja fá léttan, hollan en seðjandi mat í hádeginu.
Maika'i er staðsett á Hafnartorgi, Smáralind og World Class Laugum og Kringlunni.